Englabaka hátíðarforréttur

Englabökur með gráðostasósu. 

1 eggaldin

½ púrrulaukur

2 litlir brúnir laukar

1 lítill haus spergilkál

2 sellerí stangir

2 graslaukar

6-8 hvítlauksrif eða 2 heilir kínverskir hvítlaukar

1/2 -1tesk. gróft Maldon salt 

1/2 – 1 tesk. grófur pipar.

100 grömm valhnetu kjarnar, malaðir smátt. Einnig má nota pekan eða hesli hnetur.

 

Grænmetið er skorið í frekar smáa bita. Það er síðan sett á pönnu með slatta af olífu olíu og steikt við vægan hita þar til það er meyrt og gott. Malaðar hneturnar eru settar út í lokin og mallað í smá tíma. Síðan er þetta sett inn í smjördeig sem þið skreytið fallega eða pönnukökur.

Nóg fyrir 8 manns.

 

Gráðostasósa

100 g rjómaostur 

1 dós sýrður rjómi 

75 g gráðostur

Svartur grófur pipar eftir smekk

½ - 1 desilítri vatn

Hitað upp í potti við vægan hita og hrært vel í þar til allt hefur blandast vel saman. Má ekki sjóða.  

Sett ofan á bökurnar eða borið fram til hliðar við réttinn, með risfberjasultu og camenbert sneið.

 
More in this category: Hátíðabaka Lindu Bráar »