Lasagna

Lasgana

1 pakki Spelt Lasagna 250g / 12 plötur (Gott frá Sollu)

1 krukka pastasósa mað basaliku (Gott frá Sollu)

1 dós kókosmjólk

½ dós  Tikka Masala medíum  frá Patak´s

Olívuolía

2 rauðlaukar

2 hvitlaukar kinverskir heilir

1 sæt kartafla

6 gulrætur

1 meðalstórt blómkál

1 meðalstórt spergilkál

2 pokar af rifnum mosarellaosti

Gróft salt og pipar úr hvörn.

 

Skerið laukinn og hvítlaukinn í smátt. Setjið olíu á pönnu og setjið laukinn á pönnuna. Stillið á vægan hita. Skerið blómkálið, spergilkálið og sætu kartöfluna í frekar smáa bita og bætið á pönnuna. Kryddið dálítið og látið malla þar til meirt.

Setið kókosmjólkina, hálfa krukku af Tikka Masala og alla tómat pastasósuna í pott. Hitið við vægan hita og hrærið í á meðan.

Takið fram stórt eldfast form. Raðið fyrstu sex plötunum í botninn. Setjið helming af sósunni yfir plöturnar. Dreyfið síðan helmingnum af grænmetinu yfir sósuna og stráið næst 1 poka af mosarella osti yfir. Raðið þvínæst restinni af pastaplötunum yfir ostinn, svo seinni helming af sósu og grænmeti og  að lokum aftur osti.

Þekjið með álpappír eða loki. Formið er sett í miðjan ofninn við 190 °C í  45 - 60 mínútur.  Takið úr ofninum og látið standa í 10 mín og berið síðan fram með fersku salati.