Mungbaunaréttur

Mungbaunaréttur - fljótlegur og hollur

1 glas mungbaunir eða hálfur pakki.

2 glös vatn

1 tsk. jurtakraftur eða herbalsaltblönda.

1 kíló kartöflur

smjör eða kókosfeiti

Krydd: Maldonsalt og grófmalaður pipar

Vatn

 

Hreinsið baunirnar í potti með vatni, hrærið í með höndunum og hellið síðan vatninu úr. Setjið vatn í pott, helmingi meira en baunirnar eru, má vera rúmlega svo að baunirnar verða ekki þurrar eftir suðu. Látið suðuna koma upp og síðan eru baunirnar settar út í vatnið og látnar malla við lágan hita í 40 mínútur, þar til baunirnar eru mjúkar.

Gott er að krydda vatnið með 1 teskeið af herbal heilsusalti eða annarskonar heilsu jurtakröftum.

Sjóðið kartöflurnar og ef þær eru nýjar stappið þær með hýðinu og notið hluta af vatninu til að stappa þær með. Annars afhýðið og stappið og setjið salt og pipar og smjör saman við.

Setjið mungbauninar í eldfast form og breiðið síðan kartöflustöppuna jafnt yfir mungbaunirnar.

Setjið mosarellaostinn yfir kartöflurnar og setjið síðan eldfasta formið inn í 200 c heitan ofninn, fyrir miðju og hitið þar til osturinn er fallega brúnn, ca 30 mínútur.

Borið fram með sallati, sveppasósu eða dálitlu smjöri. 

More in this category: « Lasagna