Eggaldin grænmetisréttur

Eggaldin grænmetisréttur

1 stk. meðalstórt eggaldin

1 rauðlaukur

Olívuolía

1 tesk salt 

1/2  tesk pipar

2 tesk. kalkúnakrydd frá pottagöldrum

6 stórir sveppir

2 stangir sellery

3 gulrætur

lítilð stykki af engifer

1 búnt graslaukur

1 kínverskur hvitlaukur

1 100 g poki hesli hnetur 

 

Setjið olívu olíu á pönnu, skerið niður rauðlaukinn í litla bita og setjið á pönnuna. Afhýðið eggaldinið og skerið i sneiðar og síðan í 4 parta og setjið á pönnu ásamt lauknum. Látið malla þar til þetta er nokkuð mjúkt af olíunni. 

Setjið síðan smáttskorinn graslaukinn, gulræturnar, sellerýið, sveppina og kryddið samanvið. 

Rífið niður hvítlaukinn og engiferið og setjið á pönnuna og látið malla við vægan hita þar til öll blandan er vel mjúk. 

Í lokin eru heslihneturnar malaðar og settar út í blönduna og látið malla í smá stund. 

Maukinu er síðan komið fyrir inn í smjördegidegi sem kaupa má  í búðum eða hægt er að laga sitt eigið. Skreytið og látið inn í 200 C heitan ofn þar til deigið er fallega brúnt. 

Borið fram með sveppasósu.

 
More in this category: Indverskar tortillur »