Indverskar tortillur

Indverskar tortillur/ fljótlegt og gott

1 pakki tortilla ( 8 stykki)

1 stór blómkálshaus

1 stórt spergilkál

1 stór sæt kartafla 

Olívuolía 

Tandoori og Eðal- kjúklingakrydd frá Pottagöldrum

1 dós grískt jógúrt

1 teskeið Rajah Mild Curry Pasta

1 stór kínverskur hvítlaukur

1 bolli sólblómafræ / ristuð við vægan hita

1 poki mosarellaostur

1 bolli brún hýðishrísgrjón (soðin í 2 bollum af vatni)

Skerið grænmetið í bita og setjið á pönnu og kryddið. Veltið grænmetinu í smá tíma í olíunni og steikið örlítið við vægan hita, skellið síðan lokinu á og látið malla en athugið að ofsjóða ekki grænmetið, bitarnir eiga að vera smá stökkir undir tönn. 

Raðið grænmetinu í hverja tortillu í gótt eldfast form hlið við hlið. Ekki rúlla þær saman, heldur leggja þær saman hlið við hlið.

Hrærið síðan saman grísku jógúrti, rifnum hvítlauki (einum kínverskum) og teskeið af Rajah Mild Curry Pasta. Smá af vatni til að þynna sósuna örlítið. Setjið á hverja Tortillu ofan á grænmetið.

Ristið sólblómafræin við vægan hita. Stráið síðan fræunum yfir grænmetið í tortillunum og síðan mósarellaostinum.

Hitið ofninn á 200 °C og bakið þar til osturinn og tortillurna eru fallega brúnar.

Borið fram með salati og brúnum hýðishrísgrjónum.