Linsu-grænmetissúpa

Linsugrænmetissúpa

10 bollar vatn

1 1/2 bolli linsubaunir

1 dós heilir tómatar

1 ½ tesk. Maldonsalt

1 tesk. Tandoori frá pottagöldrum

1 tesk. Taaza masala frá pottagöldrum

2 kínverskir hvítlaukar

6 gulrætur

1 sæt kartafla

1 lítið blómkálshöfuð

1 stírt spergilkál.

 

Vatnið hitað í stórum potti, linsubaunirnar hreinsaðar í sikti og síðan settar  í pottinn. Kryddinu bætt út í og hvítlaukurinn er rifinn á rifjárni. Heilir tómatarnir skornir í bita og settir út í vatnið.  Látið sjóða í 25 mínútur við vægan hita.

Því næst er allt grænmetið er rkorið niður í meðalstóra bita og bætt út í súpuna. Gott er að setja spergilkálið út í síðast. Sjóðið í 20 mínútur í viðbót og smakkið.

Borið fram með rifnum parmasemosti.

 
More in this category: « Blómkálssúpa